17. fundur
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 18. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Ögmundur Jónasson (ÖJ) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 10:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00

Helgi Hjörvar vék af fundi 10:20.
Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll.
Karl Garðarsson, Sigrún Magnúsdóttir og Willum Þór Þórsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Elín Valdís Þorsteinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Framkvæmd sýslumanna við uppboð. Kl. 09:00
Á fundinn komu Vilhjálmur Bjarnason form., Guðmundur Ásgeirsson og Bjarni Bergmann frá Hagsmunasamtökum heimilanna og gerðu grein fyrir sjónarmiðum og umsögn samtakanna um frumvarp til laga um breytingu á lögum um nauðungarsölu, nr. 90/1991, (7. mál á yfirstandandi þingi) og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 9.40 komu Þórólfur Halldórsson formaður Sýslumannafélags Íslands og Ólafur Hjörleifsson frá innanríkisráðuneyti og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2009/72/EB er varðar innri raforkumarkað (þriðji orkupakkinn) Kl. 09:40
Frestað.

4) Tilskipun 2013/37/ESB er varðar endurnot opinberra upplýsinga. Kl. 09:40
Frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:30
Valgerður Bjarnadóttir ítrekaði að nefndin þyrfti að fjalla um stjórnsýslulegan þátt svokallaðs byssumáls sem hefur verið til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og formaður kynnti að það hefði dregist þar sem ráðuneytin hefðu ekki getað komið á fyrir nefndina á tilsettum tíma.

Þá óskaði Valgerður eftir upplýsingum um hvenær minniblað lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu væri væntanlegt sem óskað var eftir á fundi þegar samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 - 2011 var rædd.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55